Leiðrétting á upplýsingum um sérverkefni
Villa hefur slæðst inn í skjal sem lagt var fram á Alþingi 15. desember s.l. sem svar við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar þingmanns um kostnað við sérverkefni fyrir ráðuneyti.
Í skjalinu segir að meðal þeirra sérverkefna sem unnin hafi verið á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins frá 1. febrúar hafi verið "fjölmiðlaráðgjöf" á vegum Talnakönnunar hf. Þetta er ekki rétt. Talnakönnun hf. var fengin til að vinna skýrslu sem var meðal þeirra gagna sem lögð voru til grundvallar við smíði frumvarps til laga um Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta. Skýrslan, sem unnin var af Benedikt Jóhannessyni stærðfræðingi, er birt sem fylgiskjal með frumvarpinu á vef Alþingis.
Frumvarp til laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta