Hoppa yfir valmynd
18. desember 2009 Utanríkisráðuneytið

Samningur um stofnun sendinefndar ESB staðfestur

Samningur um stofnun sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi hefur verið staðfestur af hálfu ríkisstjórnar Íslands. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra undirritaði samkomulag við Benitu Ferrero-Waldner, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, um stofnun sendinefndar ESB í Reykjavik sem taka mun til starfa í upphafi næsta árs. Yfirmaður sendinefndarinnar og sendiherra ESB verður Timo Summa.

Samningurinn kveður á um að ESB skuli hafa stöðu lögaðila á Íslandi, hafa hæfi til samningagerðar, til að eignast og ráðstafa fasteignum og lausafé eftir þörfum og til þess að geta uppfyllt skyldur sínar og til að reka mál. Auk þess skal sendinefnd framkvæmdastjórnarinnar njóta hér á landi þeirra réttinda, forréttinda og friðhelgi og vera bundin af þeim samsvarandi skyldum sem Vínarsamningurinn um stjórnmálasamband frá 1961 kveður á um og veitt eru og hvíla á sendiráðum með umboð gagnvart Íslandi. Þessi réttindi, forréttindi og friðhelgi eru veitt með því skilyrði að aðildarríki ESB veiti sendiráði Íslands sömu réttindi, forréttindi og friðhelgi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta