Heimilt að taka út samtals 2,5 milljónir króna af séreignarlífeyrissparnaði
Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp fjármálaráðherra sem heimilar einstaklingum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, að taka út meira af séreignarlífeyrissparnaði sínum en áður var leyfilegt. Nú verður hægt er að fá greiddar út allt að 1,5 milljón króna til viðbótar við þá einu milljón króna sem áður var unnt að taka út. Einstaklingum verður þar með heimilt að taka út samanlagt 2,5 milljónir króna af séreignarsparnaði sínum svo fremi að séreignarsparnaðaður rétthafa hafi numið þessari upphæð við gildistöku laganna 1. janúar 2010.
Útgreiðslutímabilið verður allt að 23 mánuðir fyrir þá sem nýta sér báðar heimildirnar en lengd þess ræðst af heildarfjárhæð útgreiðslunnar. Þeir sem vilja nýta sér heimildina þurfa að sækja um fyrir 1. apríl 2011 og skulu þeir leita til vörsluaðila séreignarsparnaðar síns eftir frekari upplýsingum.