Reglugerð Evrópusambandsins nr. 1005/2008 þýdd á íslensku
Eins og kunnugt er þá tekur reglugerð Evrópusambandsins (ESB) nr. 1005/2008, um aðgerðir gegn ólöglegum veiðum, gildi þann 1. janúar 2010. Til hægðarauka fyrir alla hlutaðeigandi þá hefur Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið látið þýða reglugerðina og birtist þýðingin sem pdf skjal við þessa frétt. Það skal þó áréttað að komi fram munur á þýðingunni og á enska frumtextanum, þá gildir enski textinn.
Í dag hefur ráðuneytið jafnframt gefið út breytingar við tvær reglugerðir sem varða þetta mál. Sú fyrri er breyting á reglugerð nr. 849/1999, um innflutning á sjávarafurðum, en þar kemur m.a. fram að Fiskistofa, að höfðu samráði við Matvælastofnun, er sá aðili sem staðfestir yfirlýsingu vinnsluleyfishafa um veiðivottorð, í þeim tilvikum þegar að innfluttur fiskur er unninn á Íslandi en síðan fluttur inn á markaðssvæði Evrópusambandsins. Seinni breytingin er á reglugerð nr. 910/2001, um skýrsluskil vegna viðskipta með afla. Þar segir m.a.að fyrir Íslands hönd, þá gefi Fiskistofa út veiðivottorð til að sannreyna löglegan uppruna afla og afurða úr íslenskum fiski vegna útflutnings inn á markaðssvæði Evrópusambandsins. Útflytjandinn er hins vegar sá aðili sem er ábyrgur fyrir útgáfu þess og skal í því augnamiði senda Fiskistofu allar nauðsynlegar upplýsingar vegna útgáfu vottorðsins.
Þýðing á reglugerð Evrópusambandsins ESB nr. 1005/2008 (5007 Kb)
Reglugerð um breytingu á rg. 910/2001 um skýrsluskil vegna viðskipta með afla.
Reglugerð um breytingu á rg. 849/1999 um innflutning á sjávarafuðum, með síðari breytingum.
Viðauki G (viðauki IV við reglugerð ESB 1005/2008)