Reglugerðir um veiðar á kolmunna, Norðuríshafsþorski og norsk-íslenskri síld fyrir árið 2010.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerðir um veiðar íslenskra skipa á Norðuríshafsþorski á árinu 2010, reglugerð um togveiðar á kolmunna á árinu 2010 og reglugerð um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2010.
Á grundvelli samnings á milli Íslands, Noregs og Rússlands er íslenskum skipum heimilt að veiða alls 5.500 lestir af þorski auk 30% meðafla í norskri lögsögu. Í lögsögu Rússlands er leyfilegt veiða alls 3.436 lestir auk 344 lesta af ýsu og 20% meðafla auk 2.061 lestar af þorski og 206 tonna af ýsu auk 20% meðafla enda komi greiðsla fyrir.
Íslenskum skipum er heimilt að veiða samtals 215.183 lestir af síld á árinu 2010 og þar af 40.041 lestir innan norskrar lögsögu.
Þá er íslenskum skipum heimilt að veiða alls 87.625 lestir af kolmunna á árinu 2010. Á grundvelli samkomulags Íslands og Færeyja um gagnkvæma heimildi til veiða er íslenskum skipum heimilt að veiða kolmunna í færeyskri lögsögu með þeim takmörkunum sem þeim veiðum eru sett.
Reglugerð um togveiðar á kolmunna 2010.
Reglugerð um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2010.
Reglugerðirnar koma til framkvæmdar 1. janúar 2010.