Hoppa yfir valmynd
31. desember 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Icesave málið leitt til lykta

Fréttatilkynning nr. 84/2009

Alþingi samþykki í gærkvöldi lög sem heimila að ríkið ábyrgist lán Breta og Hollendinga til Tryggingasjóðs innstæðueigenda til að greiða lágmarkstryggingu til innstæðueigenda á sparireikningum í útibúum Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi.

Með samþykkt laganna lýkur erfiðri og langvinnri deilu milli ríkjanna með samkomulagi sem deilir byrðinni af hinum töpuðu Icesaveinnstæðum. Deilan hefur hamlað eðlilegum samskiptum Íslands við aðrar þjóðir.

Lagafrumvarpið var umdeilt meðal þjóðarinnar og samþykkt þess var erfið ákvörðun fyrir Alþingi. Óhjákvæmilegt var að ljúka málinu með þessum hætti, svo að halda megi áfram því endurreisnarstarfi sem staðið hefur yfir frá því áfalli sem þjóðin varð fyrir haustið 2008 og þegar er farið að bera árangur.

Fjármálaráðuneytinu, 31. desember 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta