Athugasemd vegna undirskriftalista InDefence
Félags- og tryggingamálaráðuneytinu hefur borist ábending um að nafn ráðuneytisins hafi verið skráð á undirskriftalista InDefence hópsins: Áskorun til forseta Íslands - Þjóðaratkvæðagreiðslu um ný Icesave lög. Ráðuneytið vill af þessu tilefni taka fram að nafn og kennitala ráðuneytisins virðast hafa verið misnotuð, enda tekur ráðuneytið ekki afstöðu í málinu og getur ekki skrifað undir áskoranir sem atkvæðisbær borgari. Þess hefur verið farið á leit við aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar að nafn ráðuneytisins verði máð af listanum.