Námskeið um rannsóknir flugslysa
Rannsóknarnefnd flugslysa hefur milligöngu um námskeið um rannsóknir á flugslysum og alvarlegum flugatvikum sem haldið verður í Reykjavík 12. til 14. janúar. Námskeiðið er á vegum Southern California Safety Institute í Bandaríkjunum.
Námskeiðið er þriggja daga upprifjunarnámskeið og er einkum ætlað þeim sem þegar hafa sótt námskeið og þeim sem komið hafa að rannsóknum tengdum flugslysum og flugatvikum. Þegar hafa fulltrúar nokkurra flugrekenda skráð sig á námskeiðið.
Þetta er í fjórða sinn sem RNF hefur milligöngu um námskeið sem þetta en fyrri námskeið voru haldin árin 2004, 2005 og 2007. Fyrirlesarar eru sérfræðingar á vegum áðurnefndar öryggisrannsóknarstofnunar og meðal þeirra er Caj Frostell, fyrrverandi yfirmaður rannsóknardeildar Alþjóða flugmálastofnunarinnar, ICAO.
Nánari upplýsingar um námskeiðið gefur Þorkell Ágústsson hjá Rannsóknarnefnd flugslysa, [email protected], sími 511-1666/660-0333.
Ennfremur má sjá nánari upplýsingar í auglýsingu frá SCSI.