Námsstefna um fjármálareglur sveitarfélaga
Námsstefna um fjármálareglur sveitarfélaga verður haldin í Reykjavík 22. janúar næstkomandi á vegum Evrópuráðsins og samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál. Fjallað verður um fjármálareglur sveitarfélaga og tengslin milli fjárfestingarstefnu og hagstjórnar ríkis og sveitarfélaga.
Námsstefnan er ætluð framkvæmdastjórum og fjármálastjórum sveitarfélaga og öðrum sérfræðingum sem starfa á sviði fjármála fyrir ríki eða sveitarfélög.
Meðal efnis á námsstefnunni eru erindi um samræmingu hagstjórnar ríkis og sveitarfélaga, ábyrgð sveitarstjórna í fjármálum, kynntar verða fjármálareglur sveitarfélaga í Hollandi, rætt um samræmi í hagstjórn sveitarstjórna og ríkisfjármála á Norðurlöndum, fjallað verður um sama efni af sjónarhóli Breta, hvernig stýra á skuldbindingum sveitarstjórna og fjallað verður um setningu fjármálareglna.
Námsstefnugjald er 15 þúsund krónur og eru veitingar innifaldar. Námsstefnan fer fram á ensku.
Skráning fer fram á þessum tengli:
https://asp.artegis.com/lp/FRLA/FRLA10