Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2010 Utanríkisráðuneytið

Yfirlit um samtöl og fundi ráðherra til að kynna erlendum ríkjum og fjölmiðlum stöðuna í Icesavemálinu 7. janúar 2010

(til viðbótar við yfirlit fyrir 5.-6. janúar sjá fréttatilkynningu: Yfirlit um aðgerðir)

Samskipti við önnur ríki & alþjóðastofnanir

  • Fjármálaráðherra flaug í dag til Oslóar til viðræðna við fjármála- og utanríkisráðherra Noregs, og mun í framhaldinu funda með fjármálaráðherra Danmerkur í Kaupmannahöfn.
  • Á morgun mun fjármálaráðherra einnig ræða við norska og danska fjölmiðla.
  • Utanríkisráðherra ræddi í dag við David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands.
  • Utanríkisráðherra ræddi í dag við Vygaudas Usackas, utanríkisráðherra Litháen.
  • Utanríkisráðherra ræddi í dag við Olli Rehn, framkvæmdastjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB og tilnefndan framkvæmdastjóra gjaldmiðilsmála í framkvæmdastjórninni.
  • Utanríkisráðherra ræddi í dag við Reuters fréttastofuna í Stokkhólmi og AP fréttastofuna í London.
  • Efnahags- og viðskiptaráðherra ræddi við eftirtalda fjölmiðla: NRK, TV2, Independent, Berlingske Tidende og Dagens Nyheter.
  • Efnahags- og viðskiptaráðherra tók þátt í símafundi íslensk-ameríska viðskiptaráðsins í New York þar sem nokkrir fjölmiðlar tóku þátt og fulltrúar erlendra fyrirtækja.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta