Hoppa yfir valmynd
9. janúar 2010 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra ræðir við Moratinos

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ræddi í morgun við Miguel Ángel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, sem er í forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins.

Í samtalinu við Moratinos skýrði utanríkisráðherra stöðuna á Íslandi eftir synjun forseta á Icesave-lögunum, gerði grein fyrir hagsmunum Íslands og að Ísland myndi standa við skuldbindingar sínar.

Í samtali þeirra sagði Moratinos að formennskan í ESB liti svo á að Icesave-málið og umsókn Íslands um aðild að ESB væru tvö aðskilin mál og að hin nýja staða sem upp væri komin á Íslandi myndi ekki hafa áhrif á meðferð ESB á umsókn Íslands.

Þetta er í samræmi við samtal utanríkisráðherra við David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, 7. janúar þar sem Miliband lýsti því yfir að Bretar myndu áfram styðja umsókn Íslands. Í samtali Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, kom hið sama fram. Þetta er einnig í samræmi við yfirlýsingar fyrra formennskuríkis ESB, Svíþjóðar, og yfirlýsingar framkvæmdastjórnar ESB.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta