Hoppa yfir valmynd
12. janúar 2010 Innviðaráðuneytið

Fyrsti fundur starfshóps um endurskoðun sveitarstjórnarlaga

Starfshópur sem samgöngu- og sveitarsjtórnarráðherra skipaði á dögunum til að endurskoða sveitarstjórnarlög kom í dag saman til fyrsta fundar. Stefnt er að því að drög að frumvarpi endurskoðaðra laga líti dagsins ljós þegar vorar og að í sumar verði leitað víðtæks samráðs.

 

Verkefni starfshópsins felst í megindráttum annars vegar í því að meta hvort gildandi sveitarstjórnarlög, nr. 45/1998, séu í heild sinni byggð upp með þeim hætti sem æskilegt er. Hins vegar skal hópurinn fjalla um alla kafla laganna og meta efni þeirra og uppbyggingu, auk þess að skoða hvers konar ný ákvæði myndu koma til álita til þess að lögin taki á þeim álitaefnum sem um er að ræða og markmiðum með vinnu þessari.

Fulltrúar ráðherra í hópnum eru Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi þingmaður, og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Tveir eru fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, þau Björk Vilhelmsdóttir og Guðjón Bragason. Verkefnisstjóri er Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Þá mun Hjördís Stefánsdóttir, lögfræðingur á sveitarstjórnarskrifstofu ráðuneytisins starfa með hópnum.

Myndin er tekin þegar Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hitti hópinn við upphaf fundar í dag. Á myndinni eru frá vinstri: Hjördís Stefánsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Björk Vilhelmsdóttir, Trausti Fannar Valsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Kristján L. Möller, Drífa Hjartardóttir og Guðjón Bragason.

Starfshópur um endurskoðun sveitarstjórnarlaga

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta