Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2010 Matvælaráðuneytið

Ákvörðun um hækkun niðurgreiðslna vegna beinnar rafhitunar

Iðnaðarráðherra hefur á grundvelli 6. gr. laga nr. 78/2002, um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, ákveðið að hækka niðurgreiðslur á beinni rafhitun íbúðarhúsnæðis um 0,12 kr/kWst frá og með 1. janúar 2010.

Ákvörðunin byggir á því að við samþykkt fjárlaga fyrir árið 2010 var samþykkt að veita 30,8 milljónum króna til að koma til móts við þá hækkun sem yrði hjá þeim sem nota raforku til húshitunar vegna tilkomu raforkuskatts samkvæmt lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009. Samkvæmt lögunum skal frá og með 1. janúar 2010 m.a. greiða í ríkissjóð sérstakan skatt af seldri raforku og er fjárhæðskattsins 0,12 kr./kWst af seldri raforku, en söluaðilar raforku annast innheimtu skattsins.

Markmið laga um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar er að greiða niður kostnað við hitun íbúðarhúsnæðis hjá þeim sem ekki eiga kost á fullri hitun með jarðvarma og þannig að jafna húshitunarkostnað landsmanna. Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar hafa verið óbreyttar í kr/kWst frá árinu 2005 en á þeim tíma hafa gjaldskrár dreifiveitna þróast með mismunandi hætti. Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að taka til endurskoðunar skiptingu niðurgreiðslna og stefnt að því að endurákvarða fjárhæð niðurgreiðslna innan skamms. Við þá endurskoðun verður m.a. haft samráð við samtök sveitarfélaga á köldum svæðum og Samorku, samtök orku- og veitufyrirtækja.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta