Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2010 Innviðaráðuneytið

Ráðherra opnaði nýja skoðunarstöð Frumherja

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórrnarráðherra, opnaði í dag formlega nýja skoðunarstöð Frumherja við Hólmaslóð í Reykjavík. Er það sjöunda stöð fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu.

 

Í stöðinni verður boðið uppá skoðun fólksbíla, sendibíla og minni vörubíla svo og felli- og hjólhýsa. Í ávarpi við opnun stöðvarinnar sagði ráðherra samgönguyfirvöld leggja mikla áherslu á vandaða skoðun ökutækja. Ef öryggisbúnaður ökutækis væri ekki í fullkomnu lagi gæti það verið varasamt í umferðinni. Hann minnti á hertar reglur um að færa ökutæki til skoðunar að viðlögðum álagi á skoðunargjald. Í lokin óskaði hann forráðamönnum Frumherja til hamingju með þennan nýja áfanga.

Kristján L. Möller klippti á borða ásamt Orra Hlöðverssyni, framkvæmdastjóra Frumherja, og ók síðan fyrsta bílnum, Chevrolet Bel Air árgerð 1956, gegnum stöðina ásamt Karli Sigurðssyni.

Ný skoðunarstöð Frumherja opnuð.

Ný skoðunarstöð Frumherja opnuð.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta