Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2010 Utanríkisráðuneytið

Skjót viðbrögð við jarðskjálftunum á Haítí

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ákvað í nótt að senda íslensku rústabjörgunarsveitina til hjálparstarfa eftir jarðskjálftana á Haítí. Sveitin leggur af stað klukkan 10:00 og stefnt er að því að lenda í Port-au-Prince um kl. 16:00 að staðartíma. Þar með yrði sveitin ein sú fyrsta sem kemst til hjálparstarfa á svæðinu.

Ráðherra heimsótti sveitina í nótt í björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð þar sem hún undirbjó sig. Með í för verður fulltrúi frá utanríkisráðuneytinu. Rústabjörgunarsveitin er á viðbragðslista Íslensku friðargæslunnar.

Utanríkisþjónustan hefur verið í sambandi við stjórnvöld Haítís sem hafa þakkað fyrir stuðninginn og skjót viðbrögð frá Íslandi. Eins hefur ráðuneytið verið í sambandi við fólk sem þekkir til staðhátta á Haítí.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins kannar nú hvort Íslendingar séu á svæðinu og reynir að ná sambandi við þá. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um Íslendinga á Haítí eru hvattir til að hafa samband við Borgaraþjónustu ráðuneytisins í síma 545 9900.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta