Leiðrétt úthlutun á ESB tollkvóta tímabilið janúar til desember 2010
Við lokafrágang á úthlutun tollkvóta samkvæmt reglugerð 966/2009, um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu, fyrir tímabilið janúar til desember 2010 hefur komið í ljós að eitt tilboðanna uppfyllti ekki útboðsskilyrði 4. gr. reglugerðarinnar. Því hefur ráðuneytið ákveðið, að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara, að ógilda nefnt tilboð í 2.000 kg af nautakjöti í vöruliðnum 0202.
Ráðuneytið hefur úthlutað því magni, 2.000 kg. af nautakjöti til þeirra fyrirtækja sem næst komu í tilboðsröðinni, en þau eru Aðföng hf. og Kaupás hf. Tilkynning um niðurstöður útboðsins hefur verið leiðrétt til samræmis við þessa breytingu.
Níu gild tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á nautgripakjöti á vörulið 0202 samtals 304.000 kg. á meðalverðinu 27 kr./kg. Hæsta boð var 102 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sjö fyrirtækjum um innflutning á 100.000 kg. á meðalverðinu 50 kr./kg.
Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða og/eða umsókna þeirra:
Kjöt af nautgripum, fryst, 0202
Magn (kg) |
Tilboðsgjafi |
---|---|
46.000 |
Aðföng hf |
10.000 |
Dreifing ehf |
3.000 |
Innnes ehf |
30.000 |
Kaupás hf |
2.000 |
Perlukaup ehf |
6.000 |
Sælkeradreifing ehf |
3.000 |
Sælkerinn ehf |
Reykjavík, 13. janúar 2010
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu