Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2010 Innviðaráðuneytið

Loftferðasamningur milli Íslands og Indlands undirritaður

Í dag var undirritaður í Nýju Delí á Indlandi loftferðasamningur milli Íslands og  Indlands að viðstöddum Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands.

 

Guðmundur Eiríksson, sendiherra Íslands á Indlandi, undirritaði samninginn fyrir hönd Íslands og Madhavan Nambiar, ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytisins (Ministry of Civil Aviation), fyrir hönd Indlands. Þetta er fyrsti samningur ríkjanna á þessu sviði.

Samningurinn heimilar flugrekendum ríkjanna að stunda áætlunarflug með farþega til tveggja ákvörðunarstaða í hvoru ríki auk áfanga- og viðkomustaða á flugleiðinni auk víðtækara heimilda fyrir fraktflug. Samningurinn opnar einnig möguleika fyrir íslenska flugrekendur til að bjóða upp á leiguflug milli Íslands og Indlands. Samningurinn við Indland styrkir möguleika íslenskra flugrekenda sem hafa sinnt og vilja sinna verkefnum í þessum heimshluta.

Á síðasta ári voru loftferðasamningar áritaðir við eftirtalin ríki: Víetnam, Kúveit, Aserbaídsjan, Túrkmenistan, Sýrland, Dóminíska lýðveldið og Tyrkland. Þá gerðist Ísland í desember 2009 aðili að loftferðasamningi Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem veitir íslenskum flugrekendum aukinn rétt til flugs milli Evrópuríkja og Bandaríkjanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta