Embætti forstjóra Útlendingastofnunar laust til umsóknar
Embætti forstjóra Útlendingastofnunar hefur verið auglýst laust til umsóknar. Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur að beiðni Hildar Dungal veitt henni lausn frá embætti forstjóra frá 1. apríl 2010. Ráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn frá og með sama tíma. Umsóknarfrestur rennur út 4. febrúar nk.
Áskilið er að forstjóri Útlendingastofnunar hafi embættispróf í lögfræði sbr. 3. mgr. 3. gr. laga um útlendinga nr. 96/2002 og uppfylli skilyrði 6. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Æskilegt er að umsækjendur hafi marktæka þekkingu á stjórnsýslurétti auk reynslu af stjórnunarstörfum og áætlanagerð. Áhersla er lögð á leiðtogahæfni, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð, skipulagshæfni, frumkvæði, góða samskiptahæfileika og hæfni til að miðla upplýsingum skilmerkilega.