Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2010 Dómsmálaráðuneytið

Ákveðið að sameina starfsemi Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands

Ráðherra fól samráðshópi, sem skipaður var tveimur fulltrúum dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins ásamt settum ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra Þjóðskrár og forstjóra Fasteignaskrár, að skoða hagkvæmni sameiningarinnar. Það var sameiginleg tillaga hópsins að sameina starfsemi Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands í eina stofnun. Miðað er við að réttindi og kjör starfsmanna haldist óbreytt við þessa breytingu og að hin sameinaða starfsemi verði í Borgartúni 21 þar sem Fasteignaskráin er til húsa.

Ráðherra kynnti þessa ákvörðun á fundi ríkisstjórnar í morgun og á starfsmannafundum í Þjóðskrá og Fasteignaskrá síðdegis. Ráðherra hyggst setja á fót stýrihóp sem skipaður verður fulltrúum dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands til að vinna að framgangi sameiningarinnar í góðu samstarfi við starfsfólk Þjóðskrár og Fasteignaskrár.

Mikilvægt er að raska í engu undirbúningi þjóðaratkvæðagreiðslu á vegum Þjóðskrár og verður lagt fyrir stýrihópinn að miða sína vinnu við það.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta