Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2010 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisríkisráðuneytið skipuleggur heimkomu alþjóðabjörgunarsveitarinnar

Utanríkisráðuneytið skipuleggur nú heimkomu íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, sem unnið hefur þrekvirki við erfiðar aðstæður á Haítí í kjölfar jarðskjálftans þar fyrir tæpri viku. Þota frá Iceland Express hefur verið tekin á leigu og áætlað er að hún fari héðan á miðvikudagsmorgun og snúi aftur á fimmtudagskvöld, 21. janúar. Ferðin til Port-au-Prince verður nýtt til að flytja hjálparstarfsmenn og neyðargögn frá Rauða krossinum.

34 eru í alþjóðabjörgunarsveitinni og hefur hún meðferðis allt að 10 tonnum af búnaði. Ef aukarými er í vélinni á heimleið, er áætlað að ferðin verði nýtt fyrir aðra, hjálparstarfmenn eða erlenda ríkisborgara, líkt og í síðustu viku.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta