Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2010 Innviðaráðuneytið

Fjölmennur fundur um sameiningarmál á Ísafirði

Fjölmennt var á kynningarfundi um sameiningu sveitarfélaga á Ísafirði föstudaginn 15. janúar. Þetta var annar fundur um kynningu á nýju átaksverkefni um eflingu sveitarstjórnarstigsins á Íslandi.

Á fundinum kynnti Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nýjar áherslur í sameiningarmálum sveitarfélaga sem meðal annars felast í því að tekið hefur til starfa nefnd til að  kanna sameiningarkosti í öllum landshlutum og viðhorf sveitarstjórnarmanna og almennings til sameiningar. Sameiningarkostirnir verða síðan lagðir fyrir landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í haust til umræðu. Að því loknu mun réðherra leggja fyrir Alþingi áætlun um sameiningar sveitarfélaga til ársins 2014.

Auk ráðherra fluttu fjórir ávarp og erindi á fundinum: Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Anna Guðrún Edvardsdóttir, formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, Flosi Eiríksson, formaður sameiningarnefndar um hið nýja átaksverkefni, og Sigurður Tómas Björgvinsson, starfsmaður nefndarinnar.

Eins og áður sagði þá var fjölmenni á fundinum. Á milli 50-60 manns mættu í Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði en auk þess tóku um 20 manns þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað á Patreksfirði og á Reykhólum.

Sett hefur verið upp sérstakt vefsvæði, Efling sveitarstjórnarstigsins, þar sem má finna margs konar efni um verkefnið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta