Iðnaðarráðherra á fundi með orkumálaráðherrum ESB
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sat fund orkumálaráðherra Evrópusambandsins á Spáni 15. janúar sl. Á fundinum var m.a fjallað um væntanlega aðgerðaáætlun Evrópusambandsins í orkumálum fyrir 2010 – 2014 og megináherslur sambandsins á sviði orkuöryggis. Þá var fjallað um niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn og aðgerðir ESB til að örva fjárfestingar í tækni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Í tengslum við fundinn átti iðnaðarráðherra samtöl við nokkra ráðherra og fulltrúa á fundinum um þá stöðu sem uppi er í Icesave málinu.