Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2010 Dómsmálaráðuneytið

Lára V. Júlíusdóttir settur ríkissaksóknari í máli á hendur níu einstaklingum fyrir meint brot gegn Alþingi o.fl.

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur falið Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanni að vera settur ríkissaksóknari í máli á hendur níu nafngreindum mönnum fyrir meint brot gegn Alþingi, brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot, með því að hafa þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, ruðst í heimildarleysi inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sendi dómsmála- og mannréttindaráðherra bréf föstudaginn 22. janúar þar sem hann óskaði eftir því að settur yrði annar löghæfur maður til að fara með málið vegna vanhæfis síns á grundvelli fjölskyldutengsla.

Með bréfi til Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 22. janúar sl., var ákæra í málinu afturkölluð þar sem í ljós kom að meðal brotaþola er þingvörður sem er hálfsystir eiginkonu ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari er því lögum samkvæmt vanhæfur til að fara með málið og hefur því vikið sæti sbr. 26. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum