Starfshópur um eflingu alifuglaræktar
Starfshópur um eflingu alifuglaræktar - skipaður 19. janúar 2010
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp um eflingu alifuglaræktar með sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna hvað varðar fæðuöryggi, fóðuröflun og umhverfissjónarmið.
Hópurinn er þannig skipaður:
- Björn Halldórsson, bóndi, Akri, Vopnafirði, sem er formaður og kveður hópinn saman.
- Birgitte Brugger dýralæknir, MAST.
- Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent, LBHÍ.
- Skúli Einarsson, formaður Félags kjúklingabænda.
- Þorsteinn Sigmundsson, formaður Félags eggjaframleiðenda.
- Níels Árni Lund, skrifstofustjóri verður verkefnisstjóri hópsins.