Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2010 Matvælaráðuneytið

Starfshópur um kjötútflutning

Starfshópur um kjötútflutning - skipaður 19. janúar 2010

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að meta hvort og með hvaða hætti sé rétt að skapa kjötframleiðendum lagaumhverfi sem geti heimilað þeim að standa sameiginlega að útflutningi á kjöti við sérstakar markaðsaðstæður.

Um þetta hefur borist beiðni frá Bændasamtökum Íslands, og er þá m.a. vísað til þess að frá yfirstandandi ári féll niður svo kölluð útflutningsskylda á kindakjöti. Ennfremur er bent á að vegna þess hve framleiðsluferillinn er langur, tekur langan tíma að aðlaga framleiðsluna markaðsaðstæðum og þess vegna hafa flest, ef ekki öll, ríki í okkar heimshluta einhvers konar tæki til að taka kjöt af markaði þegar offramboð er talið geta valdið verðhruni. Ljóst er þó að slíkt er vandmeðfarið og yrði ávallt að miðast við vel skilgreindar aðstæður.

Rétt þykir að starfshópurinn kynni sér í upphafi fyrirkomulag þessara mála í Noregi og Evrópusambandinu og hafi hliðsjón af reglum þeirra ríkja, eftir því sem við getur átt, í tillögugerð sinni.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri, formaður.
  • Valgerður Rún Benediktsdóttir, lögfræðingur í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.
  • Sigurður Jóhannesson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
  • Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda (tilnefndur af Bændasamtökum Íslands).


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta