Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2010 Innviðaráðuneytið

Um fimmtíu manns á námsstefnu um fjármálareglur sveitarfélaga

Um fimmtíu manns sitja nú námsstefnu um fjármálareglur sveitarfélaga sem haldið er á vegum Evrópuráðsins og samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál. Námsstefnan er ætluð forráðamönnun sveitarfélaga og öðrum sérfræðingum á sviði fjármála ríkis eða sveitarfélaga.

Frá ráðstefnu um fjármálareglur sveitarfélaga.
Frá ráðstefnu um fjármálareglur sveitarfélaga.

Meðal efnis á námsstefnunni sem haldin er í Reykjavík eru erindi innlendra og erlendra sérfræðinga um samræmingu hagstjórnar ríkis og sveitarfélaga, ábyrgð sveitarstjórna í fjármálum, kynntar verða fjármálareglur sveitarfélaga í Hollandi, rætt um samræmi í hagstjórn sveitarstjórna og ríkisfjármála á Norðurlöndum, fjallað verður um sama efni af sjónarhóli Breta, hvernig stýra á skuldbindingum sveitarstjórna og fjallað verður um setningu fjármálareglna.

Frá ráðstefnu um fjármálareglur sveitarfélaga.Í upphafi fundar ávarpaði Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, ráðstefnugesti og flutti þeim kveðju ráðherra sem var á sama tíma á ríkisstjórnarfundi. Síðan fluttu erindi þeir Frankt Steketee, Björn Rúnar Guðmundsson, Gert-Jan Buitendijk, Jorgen Lotz, Nick Cooper, Sigurður Snævarr, Bernd Spahn og Richard Hughes.

Í gær var óformlegur fundur erlendu gestanna með samráðsnefndinni þar sem gestunum voru kynnt nokkur atriði varðandi fjármál og fjárhagsstöðu sveitarfélaga hérlendis og hvernig háttað er starfsemi eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

Frá ráðstefnu um fjármálareglur sveitarfélaga.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta