Sóknaráætlun kallar eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila við mótun atvinnustefnu
Vinna við sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar, 20/20 Sóknaráætlun, gengur samkvæmt áætlun. Í upphafi árs er lögð áhersla á að fá yfirsýn yfir þá stefnumótun sem gerð hefur verið á ýmsum sviðum samfélagsins frá hruni. Í því skyni hefur forsætisráðherra og stýrihópur 20/20 Sóknaráætlunar boðað til ráðstefnunnar Sóknaráætlun fyrir Ísland: Horft til framtíðar fyrir atvinnulíf og samfélag þann 28. janúar næstkomandi þar sem samtök, grasrótarhópar og hagsmunaaðilar fjalla um sóknarfæri og áherslur sem geta aukið lífsgæði og samkeppnishæfni Íslands á komandi árum. Ráðstefnan verður haldin á Radisson SAS Hótel Sögu fimmtudaginn 28. janúar kl. 13:00 – 17:00 og er hún öllum opin (sjá dagskrá að neðan).
Vefsvæði 20/20 Sóknaráætlunar er á vefslóðinni http://www.island.is/ en þar getur almenningur fylgst með framvindu sóknaráætlunarinnar.
Þingsályktunartillaga um sóknaráætlun til eflingar atvinnulífi og samfélagi um land allt var lögð fyrir Alþingi fyrir jól en sóknaráætluninni er m.a. ætlað að samþætta opinberar áætlanir s.s. byggðaáætlun, áætlanir á sviði mennta- og menningarmála, vísinda- og nýsköpunarumhverfisins, orkumála, umhverfis- og skipulagsmála og áætlanir til að vinna gegn atvinnuleysi.
Nánari upplýsingar veitir: Dagur B. Eggertsson formaður stýrihóps 20/20 Sóknaráætlunar, s. 691 2777
Dagskrá fundarins á Radison SAS Hótel Sögu má sjá hér.
Reykjavík 26. janúar 2010