Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2010 Matvælaráðuneytið

Afurðir undanþegnar veiðivottorði

Í 8. gr. reglugerðar Evrópusambandsins (ESB) nr. 1005/2008, um aðgerðir gegn ólöglegum veiðum, er tilgreint hvaða sjávarafurðum þarf að fylgja veiðivottorð. Fram kemur að sjávarafurðir sem falla undir kafla 3 í alþjóðlegri tollaskránni (CN) ásamt vörum í flokki 1604 og 1605 þarfnast veiðivottorðs við innflutning á markaðssvæði Evrópusambandsins . ESB hefur þó í innleiðingarreglugerð  1010/2009 undanskilið ákveðin tollanúmer innan þessara flokka og er þau að finna hér, sjá Annex XIII  (bls 39-40)

Að auki hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið verið upplýst um að verið sé taka fyrir breytingar á reglugerðinni sem jafnframt undanskilji vörur sem hafa kaflanúmer 0305.10.00, 0306.19.90, 0306.29.90, 0307.99.18 og 0307.99.90.

Með þessari frétt fylgir með skjal frá Hagstofu Íslands þar sem finna má upplýsingar um öll tollnúmer fyrir íslenskar sjávarafurðir. Þarna má glöggva sig á hvaða sjávarafurðir eru undanþegnar kröfunni um veiðivottorð, m.t.t. þess sem á undan segir.  Vert er að vekja athygli á að  lýsi er í flokki 1504 í tollaskránni  og mjöl í flokki 2301 og skv. því undanskilin ákvæðum reglugerðar nr. 1005/2008, um aðgerðir gegn ólöglegum veiðum og þarfnast ekki veiðivottorðs. 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur einnig vakið athygli  framkvæmdarstjórnar ESB á vandkvæðum þess að láta veiðivottorð fylgja ákveðnum afurðum líkt og  marningi, lifur, hrognum. Er málið til skoðunar hjá framkvæmdastjórninni og vonast er til að tillit verði tekið til þessa athugasemda við næstu breytingu á reglugerðinni en að óbreyttu er mikilvægt að vörunum fylgi veiðivottorð inn á markaðssvæði Evrópusambandsins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta