Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2010 Matvælaráðuneytið

Heimsókn iðnaðarráðherra í sólarorkuver á suður Spán

Í tengslum við óformlegan fund orkumálaráðherra Evrópusambandsins á Spáni 15. Janúar, sem Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sótti, var farið í heimsókn til Sanlúcar la Mayor í nágrenni Sevilla. Þar sem spænska orkufyrirtækið Abengoa rekur þar fjögur sólarorkuver auk þess að vera með þrjú önnur í undirbúningi. Þegar sólarorkuverin verða fullbúin á heildaruppsett afl þeirra að vera 300 MW, en orkuverin byggja á mismunandi tækni til að nýta sólarorku til að framleiða raforku. Mesta athygli vakti svokallað P20 orkuver, sem er það stærsta sinnar tegundar í heiminum í dag. Orkuverið samanstendur af 1.255 speglum, sem hver um sig er um 120 m2, og endurvarpa geislun sólarinnar í móttakara efst í 160 metra háum turni, þar sem orkan er notuð til að framleiða gufu sem síðan er notuð til að framleiða raforku í 20 MW hverfli.

Sólarorkuver á SpániSólarorkuver nálægt Sevilla á Spáni




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta