Hoppa yfir valmynd
29. janúar 2010 Innviðaráðuneytið

Flugstoðir og Keflavíkurflugvöllur sameinuð í nýtt opinbert hlutafélag

Stofnað var í dag opinbert hlutafélag um sameinaðan rekstur opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Kristjáni L. Möller, var heimilað með lögum nr. 153/2009 sem samþykkt voru á Alþingi 21. desember 2009 að gangast fyrir stofnun félagsins.

Stofnfundur FLUG-KEF ohf.
Stofnfundur FLUG-KEF ohf.

Tilgangur hins nýja félags er að reka alla flugvelli landsins og sjá um uppbyggingu þeirra ásamt tilheyrandi flugstöðvum og mannvirkjum, reka og byggja upp flugleiðsögu- og flugumferðarþjónustu og annast rekstur starfsemi sem er í beinum tengslum við flugrekstur. Nafn hins nýja félags hefur ekki verið ákveðið ennþá en heiti þess í upphafi er FLUG-KEF ohf.

Stofnfundur FLUG-KEF ohf.Samkvæmt 5. gr. laganna skal félagið taka yfir öll réttindi og allar skuldbindingar yfirteknu félaganna sem kveðið er á um í lögum nr. 102/2006, um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands, og lögum nr. 76/2008, um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl. Fjármálaráðherra fer með hlut ríkisins í félaginu.

Á stofnfundinum var stofnskrá fyrir félagið undirrituð og samþykktir félagsins samþykktar af fulltrúa fjármálaráðherra, Þórhalli Arasyni. Þá var kjörin stjórn og sitja í henni sjö aðalmenn og sjö til vara.

Aðalmenn eru:

Þórólfur Árnason
Arngrímur Jóhannsson
Rannveig Guðmundsdóttir
Arnbjörg Sveinsdóttir
Ásta Rut Jónasdóttir
Ragnar Óskarsson
Jón Norðfjörð

Stofnfundur FLUG-KEF ohf.Á stjórnarfundi að loknum stofnfundinum skipti stjórnin með sér verkum og var Þórólfur kjörinn formaður. Í framhaldi af stofnfundinum verða í næstu viku haldnir hluthafafundir í Flugstoðum ohf. og Keflavíkurflugvelli ohf.

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp í lok fundar og sagði að stjórn hins nýja félags hefði með höndum umfangsmikið hlutverk strax á fyrsts degi. Hann kvaðst vænta þess að hún ætti gott samstarf við fjármálaráðherra og fjármálaráðuneytið svo og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Hann sagði það verkefni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að bera ábyrgð á faglegri stefnumótun félagsins í samvinnu við stjórnina. Óskaði hann að lokum hinu nýja félagi velfarnaðar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta