Nr. 6/2010 - Leyfðar loðnuveiðar
Sjávarútveg- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, hefur í dag ákveðið að heimila veiðar á 130.000 tonnum af loðnu, en þar af koma rúmar 90.000 þús. tonn í hlut íslenskra loðnuskipa samkvæmt ákvæðum samninga við önnur lönd um nýtingu loðnustofnsins við Ísland.
Hafrannóknastofnunin hefur nú mælt loðnustofninn um 530.000 tonn og í kjölfar þess lagt til veiðar á 130.000 tonnum.
Þó hér sé um takmarkað magn að ræða, ætti þessi ákvörðun Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að vera mikil gleðitínindi. Gera má ráð fyrir að umrætt magn geti svarað til um 10 milljarða króna verðmæta í útflutningi.
Jón Bjarnason, sjvárútvegs- og landbúnaðarráðherra leggur áherslu á að veiðum og fullvinnslu þessa afla verði hagað með þeim hætti, að sem mestur þjóðhagslegur ábati skapist af þessari auðlind.
Reglugerð um loðnuveiðar íslenskra skipa á vetrarvertíð 2010.
Reglugerð um loðnuveiðar erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands á loðnuvertíðinni 2010.