Straumhvörf á fjármálamarkaði - eftirlit, aðhald og ábyrgð
Kynningar frá morgunfundi föstudaginn 29. janúar 2010.
Föstudaginn 29. janúar 2010 boðaði efnahags- og viðskiptaráðuneytið til morgunfundar í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Tilefni fundarins var að kynna ýmsar þær umbætur og breytingar sem stjórnvöld hafa gert á undanförnum mánuðum til þess að bæta regluverk fjármálamarkaðar og endurmeta hlutverk eftirlitsaðila. Efnahags- og viðskiptaráðherra kynnti frumvarp til laga þar sem brugðist er við þeim ábendingum sem fram hafa komið um auknar valdheimildir eftirlitsaðila, ábyrgð stjórnenda fjármálafyrirtækja og virkari takmarkanir á áhættu og hagsmunatengslum. Þá kynntu eftirlits- og ábyrgðaraðilar sem gæta hagsmuna almennings á fjármálamarkaði þau verkefni og markmið sem þessir aðilar vinna að.
Fundurinn var öllum opinn og sóttu hann á annað hundrað manns.
Dagskrá fundarins er að finna hér.
Með því að styðja á heiti erindanna hér að neðan er hægt að opna PDF skrá með glærum viðkomandi fyrirlesara.
8:15 Endurbætur á regluverki og eftirliti með fjármálastarfsemi
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra
8:30 Framfaraskref
Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans
8:45 Ný verkefni – nýjar áherslur í eftirliti með fjármálastarfsemi
Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins
9:00 Uppbygging fjármálamarkaðar og atvinnulífs á forsendum samkeppni
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
9:15 Framkvæmd eigendastefnu ríkisins
Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins
9:30 Eftirlit með skuldaaðlögun einstaklinga og fyrirtækja
María Thjell, formaður eftirlitsnefndar um sértæka skuldaaðlögun
9:45 Krafan um jafnræði, gegnsæi og sanngirni
Brynhildur Georgsdóttir, umboðsmaður viðskiptavina Arion banka