Fagnaðarfundur íslensku þjóðarinnar með íslenska landsliðinu í handbolta
Ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands bjóða til fagnaðarfundar íslensku þjóðarinnar í dag, mánudaginn 1. febrúar í tilefni af heimkonu íslenska landsliðsins í handbolta og annarra þátttakenda á EM í handbolta sem fram fór í Austurríki.
Ákveðið hefur verið að hátíðin fari fram í Laugardagshöll í Reykjavík og hefst hún kl. 17:30.
Þeir sem ætla að taka þátt í fagnaðinum eru hvattir til að mæta tímanlega, nota almenningssamgöngur til að komast í höllina eða leggja bílum sínum í hæfilegri fjarlægð frá samkomustaðnum til að greiða fyrir umferð.
Reykjavík 1. febrúar 2010