Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2010 Innviðaráðuneytið

Konur sækja á í nefndum og ráðum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis

Hlutfall kvenna í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins hækkaði mjög milli áranna 2008 og 2009. Er það í kjölfar átaks þar sem þess er gætt í ríkara mæli en áður að hlutfall kynja sé sem jafnast.

Á árinu 2009 voru konur skipaðar í nefndir, ráð og stjórnir í 43% tilvika en karlar í 57% tilvika. Árið 2008 var hlutfall kvenna 24% og karla 76%. Ef litið er á stöðu allra nefnda, ráða og stjórna sem starfandi voru árið 2009 er hlutfall kvenna 32% og karla 68%.

Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir hefur verið farið að ákvæðum 15. greinar laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla  nr. 10/2008 en þar segir að við skipun í nefndir, ráð og stjórnin á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa sé að ræða. Þetta gildir einnig um stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríkis eða sveitarfél er aðaleigandi að.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta