Styrkir til háskólanáms í Ungverjalandi
Íslenskum námsmönnum gefst kostur á að sækja um styrki sem stjórnvöld í Ungverjalandi bjóða erlendum námsmönnum skólaárið 2010-2011. Bæði er um að ræða styrki til háskólanáms og rannsóknarstarfa, auk styrkja til sumarnámskeiða. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver styrkur kemur í hlut Íslendinga. Mennta- og menningarmálaráðuneytið framsendir umsóknir er uppfylla skilyrði sem nánar eru tilgreind í upplýsingum um styrkina. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á vefsíðunni www.scholarship.hu.
- Umsóknarfrestur er til 15. mars nk.
- Umsóknir skal senda til mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
- Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum og læknisvottorði.