Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2010 Forsætisráðuneytið

Samúðarkveðja forsætisráðherra til Haítí

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi forsætisráðherra Haítís, Jean-Max Bellerive, samúðarkveðju í dag. Í skeyti til ráðherrans lýsir hún yfir dýpstu samúð ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar vegna manntjóns og eyðileggingar í jarðskjáltanum mikla sem reið yfir Haíti.

Hún minnir á starf íslensku rústabjörgunarsveitarinnar á Haíti og heitir áframhaldandi stuðningi við tilraunir alþjóðasamfélagsins til þess að veita íbúum landsins aðstoð.

Forsætisráðherra minnist fórnarlamba hamfaranna og segir að hugur íslensku þjóðarinnar sé með Haítíbúum í raunum þeirra. Jóhanna Sigurðardóttir segir að lokum í skeytinu að hún sér sannfærð um að ríkisstjórnin á Haíti og íbúar landsins muni sigrast á þeim vanda sem við blasir.

Reykjavík 19. janúar 2010

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta