Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2010 Dómsmálaráðuneytið

Embætti héraðsdómara auglýst laus til umsóknar

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið auglýsir nú laus til umsóknar fimm embætti héraðsdómara í samræmi við lög nr. 147/2009 þess efnis að heimilt sé að fjölga héraðsdómurum tímabundið um fimm, úr 38 í 43. Gert er ráð fyrir að dómarar verði 43 fram til 1. janúar 2013 en eftir þann tíma skuli ekki skipa í embætti héraðsdómara sem losna fyrr en þess gerist þörf, þar til dómarar í héraði verði aftur 38 að tölu.

Einnig er auglýst laust til umsóknar embætti héraðsdómara vegna lausnar dómara frá embætti, auk embættis sem laust er til setningar við héraðsdóm Reykjavíkur vegna leyfis skipaðs héraðsdómara.

Umsóknarfrestur fyrir öll embættin er til og með 25. febrúar 2010.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta