Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Innleiðing Árósasamningsins undirbúin

Vinna er hafin hjá umhverfisráðuneytinu við að semja frumvarp til innleiðingar Árósasamningsins. Samningurinn tryggir aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Umhverfisráðherra hefur skipað nefnd til að semja lagafrumvarp til innleiðingar samningsins, sem stefnt er á að leggja fyrir Alþingi næstkomandi haust. Gert er ráð fyrir að drög að frumvarpi liggi fyrir 1. júní næstkomandi, sem þá muni fara í almenna kynningu, þar sem hægt verður að gera athugasemdir við efni frumvarpsins áður en það verður lagt fram.

Nefndarmenn eru:

  • Kristín Rannveig Snorradóttir, formaður, umhverfisráðuneyti,
  • Ingvi Már Pálsson, lögfræðingur, tilnefndur af iðnaðarráðuneyi og
  • Sigríður Norðmann, lögfræðingur, tilnefnd af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta