Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Náttúruverndaráætlun samþykkt

Alþingi samþykkti 2. febrúar 2010 tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009-2013. Með ályktun Alþingis er lagt til að hafist verði handa um friðlýsingu tólf svæða sem ætlað er að stuðla að traustri verndun íslenskrar náttúru og framkvæmd alþjóðlegra samninga um náttúruvernd hér á landi.

Þessari stefnumótun þingsins verður nú hrint í framkvæmd innan Umhverfisstofnunar, í nánu samstarfi við heimamenn og sveitarfélög. Mun stofnunin gera drög að friðlýsingu svæðanna í samráði við landeigendur, viðkomandi sveitarfélög og aðra sem hagsmuna eiga að gæta og í framhaldi af því gera tillögu um friðlýsingu til ráðherra.

Náttúruverndaráætlun 2009-2013 má lesa á vef Alþingis og nánar var sagt frá efni hennar þegar umhverfisráðherra mælti fyrir henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta