Tíu umsækjendur um embætti forstjóra Útlendingastofnunar
Tíu umsækjendur eru um embætti forstjóra Útlendingastofnunar, sem auglýst var laust til umsóknar 15. janúar síðastliðinn. Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn frá og með 1. apríl 2010. Umsóknarfrestur rann út 4. febrúar síðastliðinn.
Umsækjendur eru:
Einar Örn Thorlacius
Gísli Rúnar Gíslason
Halldór Frímannsson
Halldór Eiríkur S. Jónhildarson
Jónína Bjartmarz
Kristín Völundardóttir
Kristján Baldursson
Margrét Steinarsdóttir
Oddur Gunnarsson
Ragnheiður Ólöf Böðvarsdóttir