Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nýtt lagafrumvarp um bætt aðgengi að landupplýsingum

Með nýju frumvarpi um grunngerð landupplýsinga er tilskipun nr. 2007/2/EB INSPIRE innleidd. Í frumvarpinu er lagt til að að byggð verði upp grunngerð landupplýsinga á vegum stjórnvalda og henni viðhaldið í þeim tilgangi að tryggja aðgengi yfirvalda og almennings að slíkum gögnum á Íslandi. Virk grunngerð landupplýsinga er talin mikilvægur þáttur góðrar skilvirkar stjórnsýslu svo sem við ákvarðanatöku, stefnumörkun og til að virkja almenning.

Almenningi er gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við frumvarpsdrögin til og með 24. febrúar næstkomandi. Er unnt að senda athugasemdir á netfangið [email protected]. Drög að frumvarpinu í heild sinni má nálgast í meðfylgjandi skjali.

Markmið INSPIRE-tilskipunarinnar er að samræma og samnýta opinberar landupplýsingar og þá einna helst í þágu umhverfismála. Landupplýsingar eru hvers kyns hnitsettar upplýsingar um fyrirbæri í umhverfinu, bæði náttúruleg og manngerð. Með tilskipuninni eru settar reglur um hvernig skipulag, upplýsingamiðlun og aðgengi landupplýsingagagna skuli vera - auk þess sem sett eru fyrirmæli um það hvernig eftirliti með slíkum gögnum skuli háttað.

Nánari upplýsingar um INSPIRE-tilskipunina má finna í skýrslu Landmælinga, Greinargerð og tillögur um innleiðingu INSPIRE á Íslandi og á heimasíðu Evrópusambandsins um tilskipunina.

Hér er hægt að nálgast kynningu á frumvarpsdrögunum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta