Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2010 Matvælaráðuneytið

Íslensk samtímahönnun- húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr

Samningar hafa tekist á milli Danmarks Design Center (DDC) í Kaupmannahöfn og Hönnunarmiðstöðvar Íslands, um að sýningin Íslensk Samtímahönnun, húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr verður til sýnis í DDC frá 26. febrúar til 18. apríl n.k. Okkur var boðið með afar stuttum fyrirvara að opna sýninguna í DDC og höfum unnið að því hörðum höndum undanfarið að láta þetta ganga upp. Elísabet sýningarstjóri mun sjá um uppsetninguna í DDC og Halla mun fara frá 26-27 til að vera við opnunina.

Opnunin verður í DDC 26. febrúar kl. 16.00 – 18.00 og munu forstjóri DDC Christian Scherfig og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra opna sýninguna. Fjölmörgum framleiðendum, kaupendum, fjölmiðlum og öðrum tengiliðum DDC verður boðið á opnunina og þá mun Hönnunarmiðstöðin einnig senda út boðskort á mikilvæga aðila í hönnunar- og viðskiptalífi.

Áætlað er að um 15-20 þúsund manns muni koma á sýninguna. Sýningin verður mjög áberandi, enda DDC mjög vel staðsett rétt við Ráðhústorgið í miðju Kaupmannahafnar. Það er mjög ánægjulegt að samningar hafa tekist við Icelandair, Reykjavíkurborg og Útflutningsráð um að hafa 14 metra háan auglýsingabanner utan á húsi DDC meðan á sýningu stendur, eða í 60 daga. Mikill áhugi er á sýningunni í Kaupmannahöfn að sögn DDC og mikilvægt að nýta þetta tækifæri sem allra best og ýta undir jákvæða ímynd Íslands.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta