Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2010 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra hitti Moratinos í Madrid

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt Moratinos utanríkisráðherra Spánar
Ossur_Moratinos

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í gærkvöldi fund með Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar en hann gegnir nú formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins. Fundurinn fór fram í utanríkisráðuneytinu í Madrid.

Utanríkisráðherra útskýrði stöðuna í Icesave-málinu og það samráð sem átt hefði sér stað meðal stjórnmálaflokkanna á Íslandi og samskipti við ráðamenn í Bretlandi og Hollandi. Þá ræddi ráðherra um efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hvatti til þess að Evrópusambandsríki styddu endurskoðun áætlunarinnar á réttum tíma. Nauðsynlegt væri að vinveittar þjóðir sýndu Íslandi stuðning í verki á þessum tímum.

Ráðherrarnir ræddu umsókn Íslands að Evrópusambandinu en fyrirhugað er að framkvæmdastjórn sambandsins afgreiði skýrslu sína um Ísland síðar í þessum mánuði. Ítrekaði Moratinos fyrri ummæli um að Evrópusambandið liti svo á að umsókn Íslands og Icesave-málið væru tvö aðskilin mál sem ekki ætti að tengja saman.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta