Afhending trúnaðarbréfs í Frakklandi
Þórir Ibsen, sendiherra, afhenti föstudaginn 15. janúar 2010 Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Frakklandi.
Við þetta tækifæri áttu sendiherra og forseti Frakklands vinsamlegar samræður um stöðu efnahagsmála á Íslandi í kjölfar bankahrunsins og aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Sýndi Frakklandsforseti skilning á þeim efnahagserfiðleikum sem íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir.