Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2010 Innviðaráðuneytið

Rúmlega 80 manns á þjóðfundi á Sauðárkróki

Rúmlega 80 manns sóttu þjóðfund á Sauðárkróki á laugardag en hann var sá þriðji í röð slíkra funda sem haldnir eru um landið vítt og breitt. Næsti fundur verður á laugardaginn kemur í Borgarnesi.

Þjóðfundur á Sauðárkróki.
Þjóðfundur á Sauðárkróki.

Tilgangur þjóðfundanna er að safna hugmyndum á hverju landsvæði um eflingu atvinnu og samfélags á grunni sérstöðu byggðanna. Er þannig leitast við að draga fram einkenni í náttúru, atvinnulífi, sögu eða menningu og raunar á hvaða sviði sem er í hinum einstöku landshlutum. Leitast er við að greina í hverju slík sérstaka getur verið fólgin og hvaða ávinningur gæti verið að því að hrinda í framkvæmd verkefnum sem slíkri sérstöðu tengjast.

Þessi vinna verður síðan grundvöllur að áætlun hvers landshluta innan þeirrar sóknaráætlunar sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að gerð verði og tillaga til þingsályktunar hefur verið lögð fram um á Alþingi.

Þjóðfundur á Sauðárkróki.

Undirbúningur og skipulag fundanna er höndum stýrihóps um sóknaráætlun og landshlutasamtaka sveitarfélaga á hverju svæði. Fundarmönnum er skipt í 7-8 manna hópa og borðstjórar stýra umræðum. Koma þeir yfirleitt úr röðum starfsmanna ráðuneyta og á fundinum á Sauðárkróki voru meðal annars þrír starfsmenn samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta