Ferðaþjónusta til Kína 2010
Fyrirtækjum í ferðaþjónustu býðst nú einstakt tækifæri til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir kínverska ferðamenn. Útflutningsráð Íslands undirbýr ferð viðskiptasendinefndar ferðaþjónustufyrirtækja til Kína, dagana 13.–18. júní. Ferðin verður farin í tengslum við Heimssýninguna Expo 2010 í Sjanghæ.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun leiða sendinefndina.
Útflutningsráð skipuleggur Íslandskynningar og vinnufundi þar í samráði við m.a. Icelandair og Ferðamálastofu en fundað verður með kínverskum ferðaþjónustuaðilum í Peking, 15. júní, og Sjanghæ, 17. júní.
Ferðaþjónustufyrirtæki sem hafa áhuga á að laða að kínverska ferðamenn og efla eða hefja samstarf við kínverska ferðaþjónustuaðila eru hvött til að slást með í för.
Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, [email protected] eða í síma 511 4000.