Hoppa yfir valmynd
18. febrúar 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Alþjóðaár um aukinn skilning milli ólíkra menningarheima

Alþjóðaár um aukinn skilning milli ólíkra menningarheima (International Year for the Rapprochement of Cultures) hefst formlega í dag í höfuðstöðvum UNESCO í París

Alþjóðaár um aukinn skilning milli ólíkra menningarheima (International Year for the Rapprochement of Cultures) hefst formlega í dag í höfuðstöðvum UNESCO í París með fundi hóps háttsettra aðila sem aðalframkvæmdastjóri UNESCO Irina Bukova hefur kallað saman til að fjalla um frið og hvernig efla megi gagnkvæman skilning milli ólíkra menningarheima. Hópnum er ætlað að íhuga m.a. nýjar víddir friðarhugtaksins, hlutverk menntunar í friðargæslu og hvernig virkja megi ýmsa fulltrúa og hópa, opinbera aðila og aðila í einkageiranum, frá ólíkum menningarheimum til þess að vinna að auknum skilningi þeirra á milli.

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hefur verið tilnefnd í hópinn af aðalframkvæmdastjóra UNESCO.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta