Forsætisráðherra hitti Diana Wallis, varaforseta Evrópuþingsins
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra átti fund með Diana Wallis, varaforseta Evrópuþingsins, í Stjórnarráðshúsinu í morgun. Á fundinum ræddu þær ýmis mál sem tengjast Icesave deilunni við Breta og Hollendinga, stöðu efnahagsmála og umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Diana Wallis hefur verið varaforseti Evrópuþingsins sl. þrjú ár en þar hefur hún átt sæti síðan 1999. Hún hefur gert sér sérstakt far um að ræða málefni Norðurslóða og er áhrifamikil í nefnd þingsins gagnvart Íslandi, Noregi, Sviss og EES.
Reykjavík 18. febrúar 2010