Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2010 Matvælaráðuneytið

Opinn fundur um orkustefnu fyrir Ísland

Iðnaðarráðherra hefur skipað stýrihóp sem skal móta heildstæða orkustefnu fyrir Ísland.

Hópurinn er kominn vel af stað í sinni vinnu en telur nauðsynlegt að leita eftir samráði við stjórnmálaflokka, hagsmunaaðila og almenning, áður en lengra verður haldið.

Til að ná fram slíku samráði verður haldinn opinn kynningarfundur í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þann 25. febrúar nk.,   kl. 14:00-16:00.

Dagskrá:

14:00-14:10        Ávarp iðnaðarráðherra, Katrínar Júlíusdóttur

14:10-14:30        Vilhjálmur Þorsteinsson form. stýrihóps um orkustefnu kynnir störf hópsins

14:30-15:20        Ávörp frá fulltrúum þingflokka um áherslur í orkumálum
                                                   

                              Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður, Framsóknarflokki,

                              Ólöf Nordal, alþingismaður, Sjálfstæðisflokki,

                              Skúli Helgason, alþingismaður, Samfylkingu,

                              Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra,  VG,

                              Þór Saari, alþingismaður,  Hreyfingunni

 15:20-16:00        Umræður og fyrirspurnir

Fundarstjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta