Styrkir úr Grænlandssjóði
Stjórn Grænlandssjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2010.
Grænlandssjóður er starfræktur í samræmi við lög nr. 102/1980 til að veita styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttasýninga og annarra málefna á sviði lista, vísinda og tæknimála, er eflt geta samskipti Grænlendinga og Íslendinga. Stjórnin leggur sérstaka áherslu á verkefni sem stuðla að gagnkvæmum samskiptum milli landanna.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til verkefna sem uppfylla framangreind skilyrði.
Umsóknum óskast beint til stjórnar Grænlandssjóðs og sendar mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, IS-150 Reykjavík, eða til [email protected] fyrir 26. mars 2010.
Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum en nánari upplýsingar um sjóðinn svo og eyðublöð má finna á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Enn fremur má nálgast eyðublöð í afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins (sími 545 9500, netfang: [email protected]).